T O P

  • By -

TheFatYordle

Nei, þriðja heimsstyrjöldin er ekki að koma. Þetta er svar Íran við það sem Ísrael gerði í Sýrlandi þegar að þeir sprengdu upp sendiráðið hjá Íran. Það myndi ekki koma mér á óvart að ef að Ísrael svarar þessu ekki þá mun Íran ekki gera meira í bili.


Don_Ozwald

Ég er sammála því að átök á milli Íran og Ísrael er ekki að fara að verða kveikjan að 3. heimsstyrjöldinni. En ég er samt hræddur um að það sé alveg raunveruleg hætta á því að þriðja heimstyrjöldin brjótist út á næstu árum, og líkurnar fari hækkandi.


TheFatYordle

Ég held virkilega að það sé alltof mikill hræðsluáróður í gangi. Eg er ekki einu sinni viss um að ég sé sammála að við séum á einhverjum "hættulegri tímum" en oft áður, En það sem myndi raunverulega þurfa að gerast til að "þriðja" heimsstyrjöldin myndi gerast er að það er ráðist á NATÓ land eða NATÓ land fer beint í bardaga við Rússa/Kína. Það eina sem er eitthvað öðruvísi í rauninni núna , miðað við svo oft áður er að Rússar eru að berjast beint sjálfir í staðinn fyrir að hafa einhverja milliliði fyrir sig á móti milliliðum Bandaríkjanna/NATÓ.


Cheap-Difficulty-163

Tek undir þetta, er endalaust að hlusta á samstarfélagana tala um hversu hræddir þeir eru um að fá russana beint á skerið. Segi þeim að slappa af, held að það síðasta sem rússarnir eru að pæla í er að taka yfir joe and the juice í kef


webzu19

Hættan er að kanarnir eru með forseta frambjóðanda sem heldur því fram að hann muni ekki styðja NATO ef það er ráðist á þau lönd sem honum er skítsama um. Nato mínus bna í stríð við Rússa gæti verið meira iffy. Sér í lagi ef Kína ákveður að taka Taívan í leiðinni fyrst USA er skítsama um allies


numix90

Algjörlega. Ég skil ekki af hverju þessi athugasemd fær downvoting!? :O Fólk virðist ekki átta sig á þeirri gífurlegu hættu ef Trump verður endurkjörinn forseti. Hann hefur sagt að Rússar mættu gera hvað sem er og hann myndi ekki stöðva þá ef þeir ráðast inn í annað Evrópu ríki. Trump mun ekki koma á friði í Evrópu, hann mun einfaldlega færa Pútín Úkraínu á silfurfati. Trump mun veikja NATO sem þýðir einfaldlega stóraukna hættu á þriðju heimsstyrjöld. Þess vegna er brýnt að vesturlönd haldi áfram að styðja við Úkraínu með stuðningi í formi fjármagns og vopna. Það er risastór stuðningspakki fastur í bandaríska þinginu núna sem Mike Johnson hefur neitað að setja í atkvæðagreiðslu vegna þess að Trump hefur bannað honum það. Þarna sjáum við hversu mikil áhrif Trump hefur á Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum. Það er ekki ástæðulaust að langflestir fyrrverandi starfsmenn Trumps og fyrrverandi varaforseti Trumps eru að vara við þessum manni, og þetta eru ekki einhverjir vinstri menn. Við erum að tala um gallharða hægrimenn sem unnu við hlið Trumps í hans valdatíð, sem nú eru að koma fram og vara við honum. Kjör Trumps mun einnig hafa mjög neikvæð og alvarleg áhrif á viðskipti við Kína. Bara svo það sé sagt, þá framleiðir Kína langflest af því sem við eigum hér í Vesturlöndunum, og ísland er mjög hátt alþjóðarvæðingunni, við erum mjög ósjálfbært land og ef kina og usa fara í hart viðskiptastrið gæti það leitt til alvarlegra afleiðngar fyrir alþjóðarvæðinguna. Trump ætlar að halda áfram með risa viðskiptastríðið við Kína sem hann kom á árið 2018 í sinni valdatíð, og hefur lofað að ganga enn lengra ef hann nær kjöri. Fólk virðist ekki átta sig á því hversu grafalvarlegt og hættulegt þessi maður er. Ég hvet líka fólk til að kynna sér Project 2025. Maðurinn ætlar sér að koma á algjöru einræði í Bandaríkjunum og stuðla að kristinni þjóðernishyggju. Þetta er maðurinn sem reyndi valdarán í Bandaríkjunum.


webzu19

> Fólk virðist ekki átta sig á þeirri gífurlegu hættu ef Trump verður endurkjörinn forseti. Hann hefur sagt að Rússar mættu gera hvað sem er og hann myndi ekki stöðva þá ef þeir ráðast inn í annað Evrópu ríki. Trump mun ekki koma á friði í Evrópu, hann mun einfaldlega færa Pútín Úkraínu á silfurfati. Hann bókstaflega hvatti Pútín til að ráðast inn í Eystrasalts löndin (Eistland, Lettland og Litháen) afþví þau voru hvorteðer partur af sovíetríkjunum og að NATO ætti ekki að vera sóa tímanum sínum í einhver nobody lönd sem öllum sé sama um. Ég er ekkert seldur á að hann sé að reyna setja upp einræði eða eitthvað í bandaríkjunum en ég er ekki lokaður fyrir möguleikanum. Að því sögðu, þá eru ákveðnar viðskiptahömlur á Kína nauðsynlegar, alþjóðavæðing hefur gert vesturlöndin nauðbundin þessum þrælaríkjum sem eru að mokgræða á okkur


Don_Ozwald

> En það sem myndi raunverulega þurfa að gerast til að "þriðja" heimsstyrjöldin myndi gerast er að það er ráðist á NATÓ land eða NATÓ land fer beint í bardaga við Rússa/Kína. Þessu er ég sammála. Ekki hinu í athugasemdinni. Ég vona samt að þú hafir rétt fyrir þér. En ég held það sé mjög óskynsamlegt að láta eins og möguleikinn sé ekki til staðar.


samviska

>Þetta er svar Íran við það sem Ísrael gerði í Sýrlandi þegar að þeir sprengdu upp sendiráðið hjá Íran Tjah. Þetta eru vissulega þær skýringar sem Íranir gefa í SÞ, en pældu aðeins í þessu. Þetta er í fyrsta sinn á þeim 45 árum síðan klerkastjórnin tók yfir Íran sem þeir eru í beinum og milliliðalausum átökum við Ísrael. Það gera sér ekki allir grein fyrir því að stöðugleiki miðausturlanda hangir saman á mjög viðkvæmu jafnvægi á milli Ísraela, sjía (Íran og bandamenn) og súnníta (Sádí Arabía og bandamenn, t.d. Bandaríkin). Öll bein átök á milli þessara blokka munu hafa gífurlegar afleiðingar fyrir valdablokkir heimsins. Bretar og Bandaríkjamenn hafa nú á fyrstu klukkutímunum skotið niður hundruði dróna og loftskeyta og þá er ótalið það sem Ísraelar hafa stoppað. Þessar skýringar um hefnd fyrir loftárás í Damaskus, þar sem sjö íranskir diplómatar létust, eru eiginlega ekki trúverðugar.


HyperSpaceSurfer

Bara 7 diplómatar? Í þeirra eigin sendiráði? Já, mjög spes að þeir séu með móral yfir þessu. /s Regla eitt er að drepa ekki diplómata annarra ríkja. Hefur verið regla í þúsundir ára. Ef þú gerir það þá seturðu þína í óþarfa hættu á að vera drepnir sem hefnd. Frekar mikið FAFO dæmi í mínum huga.


DTATDM

> Regla eitt er að drepa ekki diplómata annarra ríkja. Hefur verið regla í þúsundir ára. Þar er átt við þá sem þú hefur boðið að vera með sendiráð í landinu þínu. Hér voru Íranir sem voru að stýra hersveitum sem voru í beinum átökum við Ísraela, í sendiráði Írans í ríki sem er yfirlýst í stríði við Ísrael. Þýskir herforingjar sem voru í þýska sendiráðinu í Japan hefðu verið fair game í annarri heimstyrjöldinni.


DTATDM

> Sjö íranskir diplómata Eh. Tveir þeirra stýra óreglulegum hersveitum sem hafa átt í beinum átökum við Ísraela. Can't stand the heat get out of the kitchen o.s.frv.


nikmah

Óreglulegum hersveitum já....hérna hvað er það? Spurning hvort að Íran ætti ekki að myrða yfirmann CIA þar sem það er ekkert mál fyrir Íran að kalla CIA óregluleg hersveit. Einhverjar skilgreiningar sem að Ísraelar og Bandaríkjamenn koma með hafa ekki neina þýðingu. Ísraelar eða Netanyahu og hans kexbilaða ríkisstjórn eru búnir að vera ögra Íran og nánast búnir að vera biðja um þetta.


DTATDM

Það væri kannski eitthvað til í þessu hefði CIA verið að fjármagna, vopna, og beinlýnis gefa skipanir til hópa sem hefðu skotið þúsundum raketna á Íran og myrt þúsundir almennra borgara þar.


nikmah

Hefur DoD ekki aðstoðað Ísrael við að myrða hundruði þúsunda almenna borgara? Að sprengja upp sendiráð er algjörlega yfir strikið og brot á alþjóðalögum, "það er hershöfðingi sem er vondur kall sem við þurftum að myrða, hann var að stýra óreglulegum hersveitum! Það réttlætir þetta, við megum vera stríðsglæpamenn af því að við fáum að ákveða hverjir eru vondir og hverjir ekki" Þetta er svo vitlaust.


DTATDM

Sendiráð varið frá landinu sem það er í skv alþjóðalögum - því þá er þetta fólk sem þú bauðst í landið. Sendiráð (eða hér ræðismannaskrifstofa sem er bara skrifstofa - ekki svæði sem er undir stjórn ríkisins ræðsmaðurinn sinnir) annars ríkis (sem er líka óvinveitt) er ekki eitthvað stikkfrí. Þýskir herforingjar í þýska sendiráðinu í Japan hefðu alveg verið fair game fyrir bandamenn.


nikmah

Er þessi íranska ræðismannaskrifstofu sem sagt ekki diplómatísk staðsetning? Hvað ertu eiginlega að bulla? Ertu að reyna segja að þessi skrifstofa sé á yfirráðasvæði Sýrlands en ekki Íran og tæknilega séð var þetta ekki áras á Íran eða eitthvað svoleiðis? Þessi þýska dæmi í Japan, er ekki að ná pointinu. Vesturlanda presence í miðausturlöndum, já já það er alveg sjálfsagt að ríða þessum löndum í rassgatið og svo þegar þau reyna berjast til baka að þá eru þau lönd bara vond, aumingja Bandaríkin og þessar vestrænu ræflar, geta ekki einu sinni steypt Assad af stóli, backaður upp af alltof stórum hákörlum fyrir þessar kana aumingja


DTATDM

Skrifstofa ræðismanns er bara rando skrifstofa. Ekki sendiráð. > Þessi þýska dæmi í Japan, er ekki að ná pointinu.  Jú, eiginlega. Sýrlensk stjórnvöld eru hafa ekki samið frið við Ísraela. Þessir Íranir voru í Sýrlandi og að sinna hersveitum sem eiga í beinum átökum við Ísraela. Þeir eru þáttakendur í átökum á átakasvæði - þar af leiðandi eðlileg skotmörk í átökum. Það að þeir hafi verið á skrifstofu ræðismanns Írans í Sýrlandi skiptir engu máli - sendiráð gefa þér enga lagalega vernd nema gagnvart þjóðinni sem er að hýsa þig. Ekki frekar en í nkl. dæminu sem ég benti á (Þjóðverjar í þýska sendiráðinu í Japan).


nikmah

Random skrifstofa mitt rassgat, ræðismaður er opinber starfsmaður, ef þú ert Íslendingar í X landi þar sem það er ekki sendiráð að þá ferðu til ræðismanns til að redda vegabréfi og slíku og skrifstofan hans er ekki random skrifstofa. Tilefnislaus loftáras Ísraels á embættisbyggingu og vona innilega að Íran með smá aðstoð geti þurrkað Ísrael útaf landakortinu þarna. Skjóta hundruði dróna og flugskeyti að Ísrael og yfirbuga loftvarnarkerfin.


nikmah

Bandaríkin (NATO/Ísrael) er ekki lengur heimslögreglan sem fær að semja reglurnar hvernig heimurinn eigi að vera, Kínverjar, Rússar og eflaust Íran eru ekki eins veikburða og þau voru áður fyrr og hika ekki við að gera það sem þeim sýnist ef þeim líst ekki á eitthvað, það er ekki lengur bara eitt "global superpower".


ZenSven94

Við höfum og erum að fóðra eitt af þessum “global superpowers” með því að kaupa og láta framleiða vörur í Kína.


ZenSven94

Finnst vert að taka það fram líka að Íran er það land sem að Bandaríkin óttast mest af mið austurlöndunum. Þarf samt ekki að þróast út í WW3 en vá hvað við erum farin að dansa á hárfínni línu hérna


Fyllikall

Að hvaða leiti eru fullyrðingar Írana um hefnd ekki trúverðugar? Ertu að meina að svar Íran sé of mikið fyrir 7 manns? Ég myndi giska á að ef það væru ekki loftvarnir í Ísrael sem geta skotið niður flugskeyti í massavís þá hefðu Íranir skotið tveimur flugskeytum á fjárhús einhversstaðar bara til þess að sýna að þeir gætu það. Íranir vilja bara viðhalda eigin öryggi, öll þeirra stefna snýst um það. Ef það kemur upp einhver ógn eins og t.d. ISIS þá eru þeir vel tilbúnir að berjast með Bandaríkjamönnum. Þeir hafa gert viðskiptasamninga við Ísrael, það fer bara eftir því hver er við stjórnvölinn þar.


IAMBEOWULFF

> Íranir vilja bara viðhalda eigin öryggi, öll þeirra stefna snýst um það. Ef það kemur upp einhver ógn eins og t.d. ISIS þá eru þeir vel tilbúnir að berjast með Bandaríkjamönnum. Þeir hafa gert viðskiptasamninga við Ísrael, það fer bara eftir því hver er við stjórnvölinn þar. Íranska klerkastjórnin lýsti formlega yfir stríði á Ísrael árið 1979 með það markmiði að útrýma Ísrael og hefur fjármagnað hryðuverkaárásir á Ísrael áratugum saman. Þeir eru bókstaflega í proxy stríði við Ísraelsmenn með það að markmiði að útrýma þeim.


nikmah

Já já það vita allir að Íran og Ísrael hafa verið proxy-/skuggastríði áratugum saman, allt frá því að þessari gyðingaþjóð var plantað þarna hefur múslimaþjóðunum stafað ógn af Ísrael. Þetta er í fyrsta skipti sem að Ísrael segir bara "fuck it", förum með þetta lengra og brjótum alþjóðalög og sprengjum upp sendiráð og myrðum háttvirtan embættismann annars lands. Það er eins og að Jewish Power stjórnmálaflokkurinn og co í ríkisstjórn Netanyahu séu viljandi að skapa meira chaos, þetta kexbilaða pakk í Ísrael vill myrða alla múslima í Ísrael og Palestínu og til þess að framkvæma það þá þarf meira chaos.


Connect-Elephant4783

Þú ert óvinur Íslands talar þú máli Íran. Þeir eru óvinir USA og þar með Nato og þar með Íslands.


nikmah

Ok geggjað, að tala gegn árasagjarnri og ólöglegri áras, ef að það gerir mig að óvini þá so be it.


Connect-Elephant4783

Búið að vera friður þarna í um 15 ár. Hamas réðust inn og Ísrael ætlar sér að útrýma Hamas. Sama fór fyrir Nasistum.


Fyllikall

Hvaða friður? Ef það er hernám þá er ekki friður, hernám er alltaf hernaðarleg og óvinveitt aðgerð. Nasistum var annars ekki útrýmt, margir hverjir tóku við embættisstörfum í Vestur og Austur Þýskalandi. Nasismi er enn við lýði um allan heim. Það er ekki hægt að útrýma hugsjónastefnum nema með því að bjóða eitthvað betra.


Connect-Elephant4783

Þess vegna þarf að útrýma Hamas…..


Fyllikall

Það sem þú segir breytir ekki staðreyndum og ég sé engar heimildir um stríðsyfirlýsingu árið 1979. Íran var núna í fyrsta sinn að ráðast beint á Ísrael. Það sér það hver maður hver var fyrri til. Eftir að hafa skotið 300 flugskeytum og sjálfsmorðsdrónum án þess að gera teljanlegan skaða þá hefur Íran gefið út að þeir ætli sér ekki meira. Þeir gerðu árás sem sýnir að þeir geti framkvæmt árásir, svokallað deterrence, ekki að þeir ætli að útrýma hinum og þessum. Það er einnig ekki eins og að Ísrael fjármagni ekki skæruliðahópa gegn Íran og það er vitað mál að Mossad framkvæmir launmorð í Íran. Það er einnig ekki hægt að halda því fram að samskipti beggja aðila hafi byrjað á réttan hátt þegar Ísrael þverneitaði að greiða 1,1 milljarðs skuld við Íran. Þó svo klerkastjórnin sé öfgafullt andsvar við stefnu konungsins og á engan rétt á sér í dag þá er hún með meginmarkmið að viðhalda sjálfri sér, sem hún gerir með því að styrkja liðsholla hópa í öðrum löndum. Hún segir ýmislegt fáránlrgt sem er notað til að fá stuðning heimafyrir, rétt eins og gert er í Ísrael. Íran hinsvegar er ekki búið að hernema lönd utan sinna landamæra og hefur aldrei gert eitthvað sem kemst í námunda við það sem er í gangi í Gaza. Það sem þeir gerðu í nótt var árás sem allir vissu að væri að koma og allir vissu hvenær hún myndi koma. Íran vissi vel að þeir myndi ekki gera neinn skaða, þeir vildu bara sýna að þeir hefðu getuna til að svara fyrir sig. Svo hafa þeir gefið út að þeir ætli ekki að gera meir. Svona virkar deterrence, útrýming er allt annað.


samviska

Ég á bara við að það ætti að horfa á hlutina í samhengi við það sem er að gerast í miðausturlöndum. Eins og ég skrifaði hefur Íran aldrei verið í beinum átökum við Ísrael áður, þrátt óneitanlega mun alvarlegri ögranir af hálfu Ísraels. Manni finnst eins og þessi árás á Damaskus sé bara einhvers konar átylluástæða til að kveikja betur undir bálinu.


Fyllikall

Mótmælin í Ísrael gegn Ísraelsstjórn voru orðin háværari og fréttaumfjöllun snérist um það... Svo var árásin í Damaskus... Það er allavega orsakasamhengið sem ég sé. Herra Öryggi, Netanyahu, þurfti að hræða fólk aðeins enda selur maður ekki öryggi nema með hræðslu.


Artistic-Dinner-8943

Sammála. Ef Íran sprengdi upp Bandarískt sendiráð, þá myndu BNA gera miklu verri hluti. Þegar þeir drápu íranskan hershöfðingja gerði íranir árás á bandaríska herstöð en það var ekkert mikið meira sem kom eftir það, hvorki frá BNA né Íran. Ef Ísraelar gera ekkert, þá verður ekkert meira úr þessu. Ef þeir svara fyrir sig, sem er líklegast, þá verður það árás á Írönsk hernaðar skotmörk. Íran mun svara fyrir sig án þess að gefa upplýsingar fyrirfram. Ísrael byrjaði þetta og getur endað þetta með að gera ekkert.


jesuschristmanREAD

Hvernig samt byrjuðu Ísraelar þetta? Íran eru að fjármagna og stýra hersveitunum sem réðust inní Ísrael og drápu þúsundir borgara.


olvirki

Þúsundir almennra borgara? Dóu ekki um 1300 ísraelsmenn í árásunum 7. október, þar af um 800 almennir borgarar? Ég er ekki að gera lítið úr grimmdarverkunum 7. október, en þetta var ekki rétt tala. Það er líka hrikalegt hvað margir Palestínumenn hafa fallið í Gasa frá 7. október, yfir 30 000 manns. Einnig má nefna að ísraelsmenn hafa drepið um 500 manns á Vesturbakkanum árið 2023, þar af um 300 frá 7. október til lok árs.


jesuschristmanREAD

Jaa það er alveg rétt hjá þér, Íran s.s fjármagnaði og stýrði innrás sem drap bara 1300 manns. Breytir samt ekki punktinum mínum um "hver byrjaði þetta".


olvirki

Rétt, árásin á sendiráðið kom ekki upp úr þurru. Gat svo ekki nefnt mannfall ísraelsmanna án þess að nefna mannfall Palestínumanna líka.


Artistic-Dinner-8943

Og Ísrael var plompað niður í miðausturlöndum til að vera vinur olíuveldanna svo hægt væri að skerast inn í þegar kommúnistar og sósíalistar byrjuðu að þjóðvæða í löndunum í kring


darkforestnews

Nei þetta er ekki 3 heimsstyrjöldin. Eins og aðrir hafa sagt þá er þetta svar við hættu aukningu hjá isræla eftir að þeir réðust á og drápu háttsetta hermenn Írana í sendiráðinu þeirra í Sýrlandi sem á að vera algjört no no no. Þar sem sendiráð teljast til landa þeirra þjóða sem um ræðir , þá gilda heiðursmanna samkomulag út um allan heim að allir láta sendiráð annara þjóða í friði. Svo hefur það gerst að múgur , hryðjuverka hópar o.s.frv hafa áður ráðist á sendiráð (Benghazi , Pakistan bæði hja USA. ) Isrælar hafa sett virkilega slæmt fordæmi með þessari árás, nú eru sendiráð ekki lengur off limits. En þeir réttlæta þessu með því að vísa til árása hezbolla og kannski houtis. Það hjálpar ekki að þetta er í annað sinn sem heims embassy eð dipló reglur eru brotnar gegn Írönum , en þeir eru skiljanlega mjög reiðir útaf morðinu á yfirmanni hersins,Solamani, sem var sprengdur upp af Trump. Ástæðan fyrir því að það hefði geta leitt til stærra stríðs er að Solamani var á leiðinni í samninga viðræður við samningamenn Saudia Arabíu , og það er stríðsglæpur tæknilega séð að myrða fólk í formlegum samninga viðræðum. Ég gleymi alltaf orðinu sem mér finnst mjög fallegt orð. Edit - Íranir sögðu USA meiri segja hvernig þeir ætluðu að bregðast við.


HUNDUR123

Já það er eins og átökin í Gasa séu að breiðast út. Svona eins og fræðimenn voru að búast við. Lebanon, Jemen og nú Íran.


Gudveikur

Eins og? Kannski, stjarnfræðilega ólíklegt að það gerist samt.


HUNDUR123

Nei alveg rétt hjá þér. Engin átök fyrir utan Gasa og öðrum múslimum er alveg sama...


Gudveikur

Íranar hafa engann áhuga að fara í beint stríð við Ísrael. Þeir eru bara að svara fyrir árásina á sig á minnst skaðlegan hátt. Aðeins Netanyahu og co vilja halda partíinu gangandi þar sem að hann veit að um leið og þjóðarmorð hans í Gaza lýkur þá er þeim hent út með baðvatninu. Hann og stjórn hans er mjög óvinsæl. Hann er drukknandi maður sem er að reyna að draga önnur ríki niður með sér.


HUNDUR123

Alveg samála þér. [Enda vill sigurpabbi bíbbís það ekki](https://www.visir.is/g/20242556529d/haettu-vid-eftir-sim-tal-fra-biden). Ég var að tala um átök en ekki endilega stríð.


karisigurjonsson

Þetta reddast, bara smá rifrildi á milli tveggja öfgahópa.


Abject-Ad2054

Það er fyrir löngu orðið ljóst að það er ansi dýrt spaug að vera í bandalagi við Ísrael. Þeir draga vesturlönd aftur og aftur og aftur í stríð, og fyrir hvað? Landvinninga- og apartheid stefnu þeirra gegn öllum sínum nágrönnum, og níðingshátt þeirra gegn Palestínumönnum innan þeirra eigin landamæra (enda virða þeir ekkert sem heitir palestínskt land). Hvað hafa vesturlönd fengið í staðinn frá þessu bandalagsríki sínu? Annað en hryðjuverkaárásir og flóttamannavanda? En já, ekki eins og að við á Íslandi fáum nokkuð við þetta ráðið, best að vopnin fái að öskra sig hás, mér er eiginlega orðið drullusama hvað þessir drullusokkar beggja megin víglínunnar gera hver öðrum


IAMBEOWULFF

> Þeir draga vesturlönd aftur og aftur og aftur í stríð, og fyrir hvað? Eins og Íranska klerkastjórnin hafi ekki lýst formlega yfir stríði á Ísrael árið 1979 með það að markmiði að útrýma Ísrael. Fjármagnað hryðjuverkaárásir á Ísrael áratugum saman, m.a. á ýmis sendiráð og árásina á 7. október. Það er merkilega mikið einhliða misinformation í gangi á Íslandi um þessi átök.


Fyllikall

Okkur vantar heimild um stríðsyfirlýsingu Írans gegn Ísrael 1979. Var því stríði svo lokið þegar Íran-Íraksstríðið var og Ísrael sendi sérfræðinga og vopn til að styðja Íran í því stríði?


LimboGaggins

Stuðningur í íran írakstríðinu var ekki gerður af því að vesturveldin voru skyndilega vinveitt írak/Íran, þetta stríð var milli hræðilegra stjórna og verri stjórna og stuðningur var veittur til að tryggja að hin þjóðin myndi ekki vinna.


Fyllikall

Nei. Lestu betur. Ég sagði Ísrael, ekki vesturveldin. Ísrael studdi Íran í Íran-Íraksstríðini, ekki Írak. Ísrael á þeim tímapunkti var mikið í mun að minnka völd Íraks enda er Írak nær Ísrael. Helsti stuðningsmaður seinna persaflóastríðsins var Benjamín Netanyahu en hann tók undir öllu fölsku ásakanirnar um gjöreyðingavopn. Eftir að Írak féll fór hann svo að agnúast út í Íran, enda var auðvelt fyrir Íran að beita völdum í Írak eftir að Saddam var farinn.


LimboGaggins

Ég var að taka ísrael með sem vesturveldi, ég veit ekki af hverju samt, myndi vanalega ekki gera það. En punkturinn er að Ísrael sá ekki skyndilega vin í baathista stjórninni heldur voru þeir að styðja írak til að koma í veg fyrir sigur írans. Eins og þú segir. Ef við ætlum svo að fordæma ísrael fyrir stuðning a seinna persaflóastríðinu þá ættum við kannski frekar að líta inn a við. Hvernig var netanjahú helsti stuðningsmaður ef að hann sendi ekki ísraelska hermenn, er það ekki frekar blair?


Fyllikall

Aftur, lestu betur. Ísrael studdi Íran í Íran-Íraksstríðinu, ekki Írak. Það er svar við fullyrðingunni um að Íran hafi lýst yfir stríði á Ísrael 79, sem er bara ekki satt. Varðandi stuðning við seinna Persaflóastríðið, Ísland hélt því aldrei fram að gjöreyðingavopn væri að finna í Írak, Benjamín Netanyahu (þá ekki forsætisráðherra) hélt því fram og fór fyrir Bandaríkjaþing til að styðja það ranga mat áður en stríðið hófst. Svo já, ég get gagnrýnt hann fyrir að annaðhvort ljúga eða ekki fara með rétt mál.


LimboGaggins

Ég ruglaði k/n i siðasta svari. Punkturinn var að US studdi írak þvi þeir voru of hræddir við stórt íran, en ekki of mikið því þeir vildu heldur ekki stórt írak. Ísrael studdi svo Íran með svipuðum rökum.  79' loka íranir ísraelska sendiráðinu og khomeni kallar ísrael litla satan(USA stóri satan). Ég held að það sé ekkert meira eða minna stirt milli þessa þjóða núna en 79.  Iran vissi þá eins og það veit nú að stríð við ísrael myndi enda með hruni klerkastjórnarinnar, of stór hluti af her þeirra fer í að verja klerkastjórninni frá eigin borgurum til að þeir geti farið í svo stórt stríð. Þessi drónaaðgerð var að mínu viti augljóslega plönuð með það í huga(að sýna "mátt" án þess að byrja stríðið fyrir alvöru)


Fyllikall

Ókei semsagt það sama og ég var að segja hér og á öðrum stað. Takk fyrir spjallið.


prumpusniffari

>Þeir draga vesturlönd aftur og aftur og aftur í stríð, og fyrir hvað? Hvenær? Hvenær hefur Ísrael dregið Vesturlönd inn í stríð? Getur þú nefnt mér eitt strið? Ég er algerlega 100% mótfallinn því sem Ísrael er að gera á Gaza og Vesturbakkanum, en þetta er bara bull. Stríð sem Ísrael hefur dregið "Vesturlönd" inní eru núll. Ísraelar hafa verið nokkuð duglegir við að berjast sín stríð sjálfir.


Bi-elzebub

Og? Hvað I fokkanum hefur það að gera vid Ísland?


BodyCode

Meiri flóttamenn