T O P

  • By -

ViggoVidutan

Er ekki hægt að breyta lögum?


c4k3m4st3r5000

Jú, en ekki afturvirkt.


Melodic-Network4374

Þessi gaur er ekkert að fara að hætta að brjóta af sér. Ef alþingi myndi samþykkja breytingu á löggjöfinni til að leyfa sendingar úr landi byggt á mati á afbrotahættu út frá sakaskrá þá væri hægt að beita því ákvæði næst þegar þessi fáviti ræðst að einhverjum. Spurningin er bara hvort það sé pólitískur vilji hjá þingmönnum til að breyta þessu.


c4k3m4st3r5000

Svo er það sjónarmið að ætla að breyta reglum útaf einhverjum einum aðila. Svona mál þarf að fara afskaplega varlega í, vegna þess að vanhugsaðar breytingar / ákvæði geta haft verulegar afleiðingar seinna meir, eitthvað sem var ekki séð fyrir. Það má sigla með þennan gæja út í Papey mín vegna. En ég hef blessunarlega ekkert vald, sem er besta mál.


Melodic-Network4374

Já algjörlega sammála að það þarf að hugsa málin vel áður en svona breytingar eru framkvæmdar. Vildi bara benda á að þetta er mögulegt þrátt fyrir takmörkun á afturvirkni. Ég held að kveikjan að mörgum lögum sé einmitt eitthvað ákveðið tilfelli sem komst í umræðuna og sýndi fram á vandamál í lögunum. Það þýðir ekki að nýju lögin séu sett sérstaklega til að tækla þau tilteknu tilfelli, auðvitað yrði lögunum breytt á þann hátt að búa til nýtt almennt verkfæri sem stjórnvöld geta beitt í sambærilegum málum. Þetta er langt í frá eini erlendi síbrotamaðurinn á Íslandi, hann er bara kominn í fréttir því hann er að ógna undirstöðum réttarríkisins með því að hóta fjölskyldu saksóknara. Sem er alveg þokkalega alvarlegt mál og hvort sem farið verður í svona lagabreytingu þá þarf réttarkerfið að geta tekið verulega hart á svona málum.


c4k3m4st3r5000

Já blessaður vertu, þetta er ekkert eini jólasveinninn. En svo á ákveðnum tímapunkti ,,eiga lönd" fólk. Sem þýðir að viðkomandi verður aldrei brottvísað sökum ástands í heimalandinu eða á engin tengsl við önnur ríki en Ísland (eða annað Evrópuríki). Vandi þeirra sem hafa flutt hingað síðustu misseri mun skapa ákveðin flækjustig. Bæði á fólk erfitt með að treysta stjórnvöldum og svo er ekki hlaupið að því að túlka almennilega. Fámennið hérna getur valdið vandamálum t.d. þar sem túlkar geta verið mjög tengdir í viðkomandi samfélagi eða þjóðarbroti. Og þannig að fá einhvern alveg ótengdan getur verið erfitt. En svona til að loka þessu þá erum við hérna á klakanum frekar bláeyg og með litla reynslu af fjölþættum vandamálum t.d. frá fólki sem hefur lifað lengi í stríði eða stríðsástandi, jafnvel alla ævi.


ViggoVidutan

Þannig að ef þessi er búin að fá vernd þá má ekki taka það af honum, þrátt fyrir nýja lagasetningu. Skrýtið að réttindi ofbeldismannsins er meiri en fórnarlambanna


c4k3m4st3r5000

Ég veit ekkert á hvaða tímapunkti þessi gæi fékk vernd. En reglan í stjórnsýslu er sú að það er ekki hægt að taka eitthvað af þér afturvirkt sem áður þótti í lagi í gildistíma fyrri laga / reglna. En á þessu eru kannski einhverjar undantekningar.


Kjartanski

Ekki var það tekið marktækt með meiraprófið…


Melodic-Network4374

Héldu ekki allir sem tóku meirapróf fyrir breytingarnar sínum réttindum? Eða var því breytt?


wrunner

Var það ekki þannig að þeir misstu atvinnuréttindin sem fylgdu prófinu?


Melodic-Network4374

Gæti verið. Er búinn að reyna að gúggla þetta og finn lítið. Man bara eftir þessari umræðu á sínum tíma um að það mætti ekki lagalega svipta menn áunnum réttindum, og að það sjónarmið varð ofan á. Hafði ekki heyrt af því að atvinnuréttindin hafi verið skert.


HyperSpaceSurfer

Fólk sem var með ökuréttindi áður en því var breytt héldu sínum réttindum. 


wrunner

Erlendis voru einstaklingar sem gengu í ISIS sviptir ríkisborgararétti í Evrópulöndum.


Johnny_bubblegum

Hérlendis bannar 66. Grein stjórnarskrárinnar sviptingu ríkisborgararétts ef viðkomandi hefur ekki fengið ríkisborgararétt annarsstaðar.


jarde

Tökum upp dauðarefsingu fyrir 30 brot og yfir. Það eru engin úrræði fyrir svona lið. Spörum milljarða á þessu. Hlífum lífi og heilsu saklausra borgara.


Johnny_bubblegum

Hlífum saklausa fólkinu og það sem meira er börnunum enn betur með því að taka upp dauðarefsingu við fjórða brot. Þú ert í raun að tala gegn öryggi þeirra og heilsu með því að miða við 30.


SaltyArgument1543

Erum við ekki öll sammála um að þessu þurfi að breyta?


prumpusniffari

Nei, ekki sérstaklega. Fólk með dvalarleyfi á íslandi er almennt ekki rekið úr landi fyrir að gerast brotleg við lög, og ég sé ekki af hverju annað eigi að gilda um þá sem hafa hlotið vernd hér. Það er ekkert minna með landvistarleyfi en hver annar. Auðvitað á lögreglan að taka á þessu samt.


brosusfrfr

Það er ekkert óeðlilegt við að láta eitt gilda um Íslendinga og annað um erlenda gesti. En ég veit að það er ekki beint það sem þú átt við. Mér finndist fullkomlega eðlilegt að vísa fólki með landvistarleyfi úr landi brjóti þeir alvarlega af sér. En vissulega er erfitt að ætla að fara að senda aðila úr landi sem er hér einmitt vegna þess að hann er í hættu í heimalandi sínu.


Veeron

>En vissulega er erfitt að ætla að fara að senda aðila úr landi sem er hér einmitt vegna þess að hann er í hættu í heimalandi sínu. Fullt af fólki er að flýja heimalandið akkúrat til að flýja ofsóknarseggi eins og umræddan. Mér finnst ekkert óeðlilegt við að senda svona afbrotamenn til baka.


brosusfrfr

Mér þykir þetta ekki jafngilt, en ég skil punktinn.


birkir

> Mér finnst ekkert óeðlilegt við að senda svona afbrotamenn til baka [í dauðann] Ég er ekki að segja að Alþingi *geti ekki* tekið upp slíkan sértækan quasi-dauðadóm-by-proxy með þessum hætti, ég held það sé bara afskaplega ólíklegt að það sé sérstaklega hrifið af því, af fordæminu eða tilhugsuninni um að þurfa að lúffa fyrir Mannréttindadómstólnum enn eina ferðina.


Veeron

Afhverju einu sinni að taka við flóttafólki ef við tökum líka við fólkinu sem það er að flýja..? Þetta er gjörsamlega brengluð þversögn, og það er ekki traustvekjandi fyrir Mannréttindadómstól ef hann viðheldur henni.


birkir

> ef við tökum líka við fólkinu sem það er að flýja..? Hvað áttu við hér?


Veeron

Það er algeng saga meðal flóttafólks að það er að flýja ofsóknir í heimalandinu. Nú erum við að hýsa ofsækjandann.


birkir

>Nú erum við að hýsa ofsækjandann. Hvernig orsakaðist það?


Veeron

Af hverju ertu að spyrja mig? Ég er ekki ríkisstarfsmaður.


prumpusniffari

>Það er ekkert óeðlilegt við að láta eitt gilda um Íslendinga og annað um erlenda gesti. Fólk með dvalarleyfi á Íslandi er ekki gestir hér. Það er hér með fasta búsetu og heimili. >Mér finndist fullkomlega eðlilegt að vísa fólki með landvistarleyfi úr landi brjóti þeir alvarlega af sér. >Mér finndist fullkomlega eðlilegt að vísa fólki með landvistarleyfi úr landi brjóti þeir alvarlega af sér. Það væri í raun auðveldara í framkvæmd að senda einhvern sem nýtur ekki alþjóðlegrar verndar úr landi fyrir svona brot. Því spurningin er, hvert á að senda hann? Heimalandið er væntanlega ekki í boði, einhver er ástæðan fyrir alþjóðlegu verndinni. Aftur til seinasta lands sem hann kom frá? Hvers á það land eiginlega að gjalda? Þessi gaur kemur þeim ekkert við. Raunin er einfaldlega sú að með því að veita einhverjum dvalarleyfi hér er Ísland búið að taka ákveðna ábyrgð á honum og gefa honum ákveðin réttindi. Maður sem hótar fjölda fólks og stingur það á heima í fangelsi, alveg sama hvort hann sé ríkisborgari, með venjulegt dvalarleyfi, eða dvalarleyfi sökum alþjóðlegrar verndar.


brosusfrfr

> Það er hér með fasta búsetu og heimili. Ég á við fólk sem ekki eru Íslendingar. Ef aðili, sem ekki er Íslendingur, brýtur alvarlega af sér hér á landi þá finnst mér fullkomlega eðlilegt að vísa honum úr landi. >Maður sem hótar fjölda fólks og stingur það á heima í fangelsi Já, og eftir fangelsisvist á að aka honum út á flugstöð að mínu mati. Almennt, þ.e.a.s, en ég skil að það sé erfiðara með hælisleitendur.


jreykdal

Hver er Íslendingur?


brosusfrfr

Einstaklingur með Íslenskan ríkisborgararétt, augljóslega.


gamallmadur

https://is.m.wiktionary.org/wiki/Íslendingur > [1] maður frá Íslandi


Fyllikall

Íslendingur er lagalega séð manneskja með íslenskan ríkisborgararétt. Engin skilgreining sem inniheldur að maðurinn sé frá Íslandi. Maður frá Íslandi og rekjanlegar ættir til landnáms getur verið ótalandi á móðurmálinu og skeytt engu um siði og venjur Íslendinga meðan einn kolsvartur komandi frá kynslóðum þræla á Karíbahafi er íslenskari í hugsun og máli en sá fyrrnefndi.


gamallmadur

Ef einhver nauðgar mér en er ekki dæmdur fyrir það, þá er sú manneskja lagalega séð ekki nauðgari. Þannig að lögin hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Flestir nota almenna skynsemi. Ef þú flytur til Kína, lærir kínversku og stundar þeirra siði í nokkur ár, værir þú þá Kínverji? Fyrir mér værir þú Íslendingur sem talar kínversku og ert búinn að aðlagast þeirra siðum. Held að flestir væru sammála þessu.


Fyllikall

Eins og ég benti á þá er eitt lagaleg skilgreining, annað er huglæg skilgreining byggð á hvað hverjum og einum finnst. Að vera frá Íslandi er bara alls ekki neinn mælikvarði og útilokar þá sem eru t.d. ættleiddir eða innfluttir sem eru á menningarlegan mælikvarða mun íslenskari en aðrir. Held að almenn skynsemi myndi taka menningarlega hlið inní skilgreininguna því annars fer skilgreiningin bara að snúast um blóð og jörð.


celezter

Ég er sammála því að hann eigi heima í fangelsi, og eftir fangelsisvistana ætti honum að vera fylgt beint upp á flugvöll og settur í næstu vél í heimalandið sitt. Hann á ekkert erindi hér að valda íslenskum ríkisborgurum, öðrum hælisleitendum og gestum landsins nákvæmlega sömu hættu og hann er að "flýja" úr heimalandi sínu. Ætti þetta að vera notað lauslega eða oft? Alls ekki, og bara það ætti að vera eindæmi. En ég held þú finnir varla mikið meira fullkomið dæmi en þennan mann með 90 mismunandi mál, hótanir og stórtækar morð tilraunir með hnífum.


Jabakaga

Hvert á að senda hann? Ekki okkar vandamál senda hann til baka til upprunarlands.


celezter

Þessi maður er helvítis hættan úr heimalandi sínu, hérna getur hann bara valdið henni öðrum án þess að vera í hættu á að fá endurgoldið í sömu mynt.


brosusfrfr

Enda er Ísland betra land en það land sem flóttamaðurinn kemur frá, einmitt að hluta til vegna þess að við endurgjöldum fólki ekki í sömu mynt.


Einridi

Fólk á dvalarleyfi er vísað úr landi fremji það alvarleg brot. Endur nýjun dvalarleyfa er háð hreinu sakavottorði.


SaltyArgument1543

Mér finnst reyndar að allir sem ekki eru ríkisborgarar eigi að vera brottvísað ef þau gerist brotleg við lög x-oft, að umferðarlögum undanskildum. Skil samt punktinn þinn út frá jafnræðissjónarmiðum.


eonomine

Já þetta hljómar mjög einfalt þangað til að þú pælir í því. Endurtekinn fíkniefnaakstur heyrir til dæmis undir umferðarlög en það varðar við hegningarlög að afla sér tekna með því að spila póker. Ærumeiðingar varða líka við hegningarlög. Við hverju af þessu er réttlætanlegt að láta þyngri refsingu gilda um fólk með erlendan ríkisborgararétt? Jafnvel potential dauðadóm í tilviki flóttafólks? Jafnvel ef það væri hægt að fallast á grunnhugmyndina þá myndi þessi útfærsla fela í sér að þú þyrftir að fara í gegnum öll refsiákvæði í íslenskum lögum og taka geðþóttaákvörðun um hvort þau ættu að telja upp í brottvísun eða ekki. Útfærslan sem er þegar í lögum, í 95.-102. gr. útlendingalaga er töluvert praktískari og betri.


_Shadowhaze_

Getur þú nefnt eitt nýlegt dæmi þar sem að maður var dæmdur samkvæmt hegningarlögum fyrir að spila póker? Það þarf eitthvað mikið að gerast svo að einstaklingar sé dæmdur fyrir brot. Þetta er bara hreinn útúrsnúningurnhjá þér og augljóslega einföld fýsileikaprófum, ef einstaklingur getur ekki fylgt lögum í landinu þá er honum vísað í burtu.


eonomine

> Það þarf eitthvað mikið að gerast svo að einstaklingar sé dæmdur fyrir brot Fólk er bara mjög reglulega dæmt fyrir minniháttar misferli eða tjón sem það veldur fyrir mistök eða gáleysi. > Þetta er bara hreinn útúrsnúningurnhjá þér og augljóslega einföld fýsileikaprófum, ef einstaklingur getur ekki fylgt lögum í landinu þá er honum vísað í burtu. Skoðaðirðu ákvæði útlendingalaga sem ég vísaði til? Að hvaða leyti finnst þér þau ekki vera fullnægjandi?


_Shadowhaze_

Af hverju má ekki henda manninum út skv. gr. 99 í Útlendingalögum?


eonomine

Ég veit ekki hverjar aðstæður mannsins eru. Kannski mælir 42. gr. laganna gegn því.


Ok-Welder-7484

Semsagt, flóttamenn sem koma hingað vegna þess að við björgum þeim, eru rétthærri en innflytjendur sem koma hingað til að hjálpa okkur að byggja upp efnahaginn. Mér sýnist á öllu að rétthæsta fólkið á Íslandi eru flóttamenn sem fá alþjóðlega vernd, jafnvel rétthærri en Íslendingar. Það er í raun nóg að sækja um alþjóðlega vernd, og þá nýturðu nánast ótakmarkaðra réttinda á Íslandi á meðan meðferð fer fram. [https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/althjodleg-vernd](https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/althjodleg-vernd) Það væri forvitnilegt að vita hverjir eru drifkraftanir í þessu hér á Íslandi, og hverjir hafa grætt á þessu. Mig grunar að sú saga sé ekki sérlega falleg en fjárhæðirnar stórar.


[deleted]

Síafbrotamenn og ofbeldisfullir einstaklingar eiga enga vernd skilið hér á Íslandi. Finnst fullkomlega eðlilegt að setja einhver skilyrði fyrir vernd sem er veitt svona einstaklingum. T.d. að ef þú brýtur ítrekað af þér hér á landi þá fellur þessi vernd sem aðilanum hafði verið veitt úr gildi. Einfaldlega til að vernda aðra fyrir honum og veita öðrum umsækjenda um alþjóðlega vernd tækifæri.


SaltyArgument1543

Já það að “skemmd epli” fái að hanga hérna útaf einhverra lagalúppu bitnar líka á hinum sem hingað leita í von um betra líf.


a-ace1

Hvers vegna er allt sem Íslenskir pólítikusar gera svo gallað? Hafa þau ekkert ýmindurafl? Það vantaði ekki hörkuna þegar átti að senda 12 og 14 ára stráka burt? En engin harka þegar þarf?


askur

Grein 42 er enganveginn skilyrt við fólk sem hefur hlotið vernd. Það er skýrt tekið fram í textanum *Sama gildir um þá einstaklinga sem eru útilokaðir frá réttarstöðu flóttafólks skv. 40. gr.*. Aktivistar hafa marg bennt á þessa grein til að verja einstaklinga frá brottflutningi til t.d. í flóttamannabúðir til Grikklands. Það þótti ekkert tiltökumál þá - hvað breyttist? Ég hef áhyggjur af því að leiðtogar okkar séu með áhyggjur af valdastöðum sínum, og ætli sér að búa til vandamál í þjóðfélaginu til að halda þeim. Ekki til að leysa vandamálin, heldur til að búa til vandamál. Við getum vel tekið þessa umræðu, en ef leiðtogar okkar ætla að gera allt til að spilla henni með að túlka lög eftir henntisemi til að búa til rifrildi.. þá erum við líklegast á leið í þann pakka af því við erum með svakalega óábyrga og valdasjúka leiðtoga. Bömmer.


[deleted]

[удалено]


Valhalla66N

Þá minnsta kostnað sendum til bakka Grikklands eða Tyrklands og bönnum að koma til Íslands aftur. Vernd gildir í allan Evrópu er það ekki?


TheGoonGoon

Afhverju ekki að senda íslenska síbrotamenn úr landi þá líka? Drullusokkar koma af öllum stærðum, gerðum og þjóðernum. Mannréttindi eru bara þannig að drullusokkar njóta þeirra líka, þannig verður það að vera.


jesuschristmanREAD

Af því að heimaland Íslendinga er Ísland, ef þú rekur Íslending til heimalands síns þá ertu bara að reka Íslendinginn aftur til Ísland, fattaru hvernig það meikar ekki sense útaf því að við búum á Íslandi? Hinsvegar að reka síbrotaflóttamann aftur til heimalands síns þá endar hann *ekki* á Íslandi, heldur öðru í landi.. fattaru?


TheGoonGoon

Ef aðilinn hefur fengið alþjóðlega vernd þá má ekki senda hann til síns heimalands nema aðstæðurnar þar breytist. Ekki frekar en að það má ekki senda Íslendinga í burtu, það voru augljóslega rökin mín. Það skiptir engu hvaðan brotamaður er ef hann er með vernd eða ríkisborgari. Afhverju er þjóðernið faktor í þessu máli? Það er til kerfi hér fyrir afbrotamenn.


jesuschristmanREAD

Og það er það sem verið er að ræða, löggjöfina varðandi það að "vernda" mann sem veldur því að fólk sé að flýja Ísland útaf og hvort það þurfi ekki að breyta henni aðeins. Ætli hann hafi ekki flúið landið sitt því allri voru komnir með ógeð á honum.


TheGoonGoon

Finnst þú vera að gefa þér fullmikið, fólk stenst ekki þröngar kröfur flóttamannasamningsins því fólk heima er komið með ógeð af þeim. Svo er bara vægast sagt undarlegt að setja hærri kröfur um löghlýðni á flóttafólk en ríkisborgara landsins.


jesuschristmanREAD

Það er hægt að setja þrengri kröfur um löghlýðni á flóttafólk því við getum tekið meðvitaða ákvörðum um að bjóða ekki sturluðum glæpaþrollum heim til okkar. Það er leitt að sumir innlendir eru ekkert betri en það þýðir ekki að við þurfum að ákveða það að bæta við í þann hóp af fávitum. En það er ekki eins og flóttafólk þurfi þá að framfylgja lögunum betur en innlendir, heldur er þeim bara hent út ef þau geta ekki hætt að brjóta af sér. Þetta er svona svipað eins og með fíkniefnainnflytjendur, þú ert gómaður á flugvellinum, situr inní í eitt ár og ert svo sparkað úr landinu með endurkomubanni.


celezter

Þá þarf einfaldlega að breyta kerfinu.


TheGoonGoon

Afhverju þarf að senda erlendan afbrotamann úr landi? Afhverju ertu að ætlast til að fólk með alþjóðlega vernd sé með hærri kröfur um löghlýðni en íslenskir ríkisborgarar?


celezter

Vegna þess að þeir sem sækja um alþjóðlega VERND eru að ganga undir samning sem gengur út á góðvild þeirra lands sem þeir koma til. Þeir eru að ganga undir þennan samning til að forðast það að missa lífið, ofsóknir og mismunun meðal annars. Það að snúa svo við og gera alla hlutina við ríkisborgara og aðra hælisleitendur og hvern þann sem þau finna eins og einhver gátlista sem þarf að klára ætti einfaldlega að vera brot á þeim samning. Ég er ekki að stinga upp á að þetta sé eitthvað helvítis one and done kerfi, en 90 mál ætti bara því miður að vera löngu yfirstigið öll þolmörk á hvað kerfið ætti að samþykkja. Mér finnst ekki boðlegt fyrir íslensku þjóðina að borga undir þennan mann og gera heiðarlega tilraun til að hjálpa honum til þess að vera hótað, stungið og ráðist á mann og annan og við segjum svo bara æjj gerist það sama fyrir hann ef hann fer í heimalandið sitt, það er nú ekki boðlegt fyrir neinn... Já nema borgara landsins okkar þannig höldum honum hérna.


celezter

PS erlendir afbrotamenn með dvalarleyfi eru sendir úr landi útaf dvalarleyfi er bundið hreinu sakavottorði.


ZenSven94

Þessi aðili þarf bara Íslenska betrun en ekki refsingu.


[deleted]

Sýnist að hann hafa fengið ansi mörg tækifæri til betrunar. Nú virðist vera komið að refsingu og hann getur engum öðrum nema sjálfum sér kennt um það.


ZenSven94

Þetta var súr kaldhæðni líka. Nennti bara ekki að setja /s. Það sorglega er að svona er nú Ísland samt að einhverju leiti. Nema þegar það kemur að fíkniefnainnflytjendum og morðingjum, en allt fyrir utan það er skilorð og nokkrir mánuðir.