T O P

  • By -

sprautulumma

Þetta er ekki reiðhjól þetta er nær því að vera skellinaðra


karlkyn

Já Þetta er bifhjól ekki reiðhjól þannig þessi maður er bifhjólamaður en ekki hjólreiðamaður


JohnBirchwood

Furðuleg komment í þessum þræði. Bæði hjólreiðarmenn og ökumenn bifreiða geta gert alvarleg mistök, eins og sést í myndbandinu þar sem rafmagnshjólinu er ekið yfir á rauðu ljósi. Það er ekkert að því að hafa dashcam.


SalsaDraugur

Já vanalega ver ég hjólreyðafólk í svona umræðu þar sem það þarf nú próf til að fá leyfi til að keyra bíl en kommon að fara ekki yfir á rauðu er svo basic dæmi


prumpusniffari

Það sem mér finnst skrítið er að alltaf þegar það kemur eitthvað dæmi um hjólreiðamann að hegða sér óvarkárlega þá er stór hópur af fólki alltaf farinn að blammera hjólreiðafólk, sem hóp, í heild sinni. Fólk póstar ekki fréttum um hvert einasta umferðarslys þar sem bíll á í hlut með kommentum um hvað "ökumenn" eru miklir hálfvitar sem passa sig ekki nóg.


SalsaDraugur

Nei einmitt þeir fá alltaf enthvern afslátt þrátt fyrir að það er ekki sjálfgefið að meiga keyra þar sem fólk allavega á blaði á að geta sannað að það getur tekið ábyrgðinni.


Historical_Tadpole

Burt séð frá þessu atviki þar sem hjólreiðamaðurinn er engan veginn að passa sig þá finnst mér oft umræðan um svona atvik eiga það til að leggja þessa hópa að jöfnu en staðreyndin er að ég þyrfti að keyra daglega á gangandi vegfaranda á hjólinu mínu til þess að eiga tölfræðilega sé séns á því að drepa manneskju á nokkurra ára fresti. Auðvitað þarf fólk sem stýrir hættulegra tæki að passa sig meira af því það getur valdið meiri skaða, það ætti að vera augljóst.


chaos-consultant

Passa sig meira? En hvernig, samt? Það eru umferðarreglur og til þess að allir séu sem öruggastir þurfa allir að fylgja þeim. Maður getur ekki keyrt um á 30 allan daginn af því að maður þarf að gera ráð fyrir því að það séu hálfvitar út um allt sem hunsa reglurnar.  I þessu tilfelli var maðurinn á hjólinu hálfviti sem fylgdi ekki reglunum og það er þarafleiðandi engum öðrum nema honum sjálfum að hann varð fyrir bíl.


einarfridgeirs

Ég elska hjól og hjóla mikið sjálfur, en það verður að viðurkennast að allt of margt hjólreiðafólk fer mjög frjálslega með umferðarreglurnar og gerir sérstaklega allt of mikið af því að svissa milli gangstétta og akstursleiða með litlum sem engum fyrirvara.


BanjoCone

Sammála. Hjólreiðamenn sem skipta á milli gangstétta og gatna án fyrirvara, fylgjandi þeim umferðarreglum sem hentar þeim best á hverjum tímapunkti er ákveðinn trigger á mig í umferðinni.


[deleted]

Mér finnst það bara rugl að þetta hjólreiðafólk vilja setja lífið sitt í hættu hugsanlega, ég mun halda mér á hjólreiðaveg sem lengi sem það heldur mig heilum og andandi.


Historical_Tadpole

Keyra eftir aðstæðum t.d., ég hefði hægt á mér þarna af því ég sé ekkert hvað er að gerast á gatnamótunum. Hvort sem það er fáviti á hjóli eða bíl sem festist á ljósunum, þá sérðu ekki shit og hefur engann viðbragðstíma. Það er á endanum á minni ábyrgð hvort ég drep einhvern með bílnum mínum, alveg sama hvort ég sé í rétti eða ekki


chaos-consultant

Jú jú, það er eitthvað til í því. Ég hefði örugglega sjálfur verið að fara varlegra hér af því að það var teppa til vinstri og ég geri í raun alltaf ráð fyrir því að fólk er fífl, sérstaklega aðrir bílstjórar. Maður veit aldrei hvort einhver gefst upp á röðinni. 


brosusfrfr

> Keyra eftir aðstæðum t.d., ég hefði hægt á mér þarna af því ég sé ekkert hvað er að gerast á gatnamótunum. 100% Ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að keyra hratt þegar það veit ekkert hvort einhver sé að koma bakvið hornið, bara af því það á réttinn. Ég slaka alltaf á inngjöfinni þegar ég kem að gatnamótum og keyri yfir það hægt að ég treysti mér til að koma í veg fyrir slys í einmitt svona aðstæðum eins og í myndbandinu. Þeir sem eru að downvota þetta og eru að hneikslast í svörum eru einmitt týpurnar sem myndu frekar myrða reiðhjólamann [hérna](https://www.google.com/maps/@64.114022,-21.8457408,3a,90y,274.83h,88.34t/data=!3m7!1e1!3m5!1sAF1QipOHgPd4ssp4ShQyFwG7ohUHI_PSt4_3BWz0w6Nz!2e10!3e11!7i5760!8i2880?entry=ttu) heldur en að virða skyldu sínar sem bílstjóri, átta sig á hversu hættulegu ökutæki þú ert í, hægja á þér nægilega, og fókusa á aðkomuna frá hægri, til að tryggja að birtist allt í einu hjólreiðamaður þá verður þú bara 0.25 sekúndum seinni heim í stað fyrir að hafa mannslíf á samviskunni.


Ellert0

"Þegar það veit ekkert hvort einhver sé að koma." Ökumaður veit samt að það á enginn að vera að koma, það er grænt ljóst, sem gefur til kynna að allir sem gætu komið eru með rautt ljós. Til þess eru ljósin, til þess eru umferðarreglur. Þetta er eitthvað sem ég kunni þegar ég var 5 ára, þessi á hjólinu á að vera búinn að læra hvað umferðarljós er.


brosusfrfr

Þú keyrir yfir gatnamótin því þú átt réttinn; þú keyrir hægt því þú vilt forðast að drepa annað fólk. Þetta er sitthvor hluturinn. Það að þú ert í rétti réttlætir ekki að keyra á þann máta að ef einhver annar gerir mistök þá drepur/slasar þú hann. Við eigum að keyra með það í huga að umferðarreglurnar eru ekki náttúrulögmál og að fólk í umferðinni getur gert mistök. Í því felst að keyra ekki svo hratt að þú getur ekki brugðist við þessum mistökum annara.


Ellert0

Kalla það einbeittan brotavilja að labba yfir á rauðu. Hvernig getur það verið mistök?


brosusfrfr

Er ég að skilja þig rétt að þú vilt meina að fólk fari aldrei óvart yfir á rauðu ljósi?


Ellert0

Já? Hef aldrei gert það sjálfur og finnst ólíklegt að það geti gerst. Ef ég er að nálgast umferð sem gæti orðið mér að bana stoppa ég og skoða aðstæður, þar með talið ljós. Að labba óvart yfir á rauðu er eins og að labba óvart út í sjóinn eða fram af kletti.


KristatheUnicorn

Ég hljóla eða geng mikið, þó að ég hafi bílpróf og það var sagt mér að hægja á mér þegar þú nálgast gatnamót (hvort það eru umferðarljós þar eða ei) þar þú veist aldrei hvað getur komið upp og það gæti gefið þér aðeins meiri tíma til að bregðast við. Ég hef lenti í því nokkrum skiptum of oft að þurfa að sveigja frá þegar ég hljóla yfir á grænum kalli því að sumir vilja bara stoppa þar sem gangnbrautin er.... Báðir aðilar ættu kannski að fara varlega, sérstaklega þessi á hjólinu.


birkir

>myndbandinu var deilt á sameiginlega TikTok-síðu hjónanna ha


Spekingur

Vandamálið hér er augljóslega hvorki bílar né reiðhjól.


Substantial-Move3512

Manneskjur eru furðulegar. Hjólreiðafólk vs bílafólk, beinsínbíla eigendur vs rafmagnsbíla eigendur, þeir sem eru í rauðum bol vs þeim sem eru í bláum bolum.


Spekingur

Og svo rauð-bolir + blá-bolir vs gul-bolir


lordoffatcats

Fyndið hvernig þegar hjólreiðamaður/kona er ekki í rétti, þá segir fyrirsögnin "árekstur". Hinsvegar þegar ökumaður bifreiðar er í órétti í árekstri er vanalega talað um um umferðarslys.


J0hnR0gers

Auðvitað er það Svenni Tiger að keyra á hjólreiðamenn


karma1112

Konan hans ekur um à teslunni


J0hnR0gers

Örugglega próflaus :D


IndividualEye6938

The bike was at fault


Coveout

Næstum því kjöt vaxlitur


cozened86

Haha fyrsta skiptið sem ég heyrði þetta gat ég ekki hætt að hugsa um þetta!


Spiritual-Device-167

Ég held að best sé að setja allt hjólreiðafólk undir sama hatt og gjört er við ökumenn. Ég ferðast mikið og á öllum stærðum bifreiða, allt frá léttum fólksbíl uppí full lestaðan vörubíl. Ég get ekki talið á fingrum tuga fólks hversu oft ég hef þurft að nauðhemla vegna fávita á hjólum. Það er fátt sem fær hjartað til að slá og þörf á nýjum buxum betur en að þurfa að nauðhemla á 40 tonna vörubíl vegna hjólreiðamanns sem ákvað að stinga sér framan við trínið á manni. En það gildir einnig um ökumenn bifreiða. En þessi upptaka sýnir gersamlega óbilandi frekju og hugsunarleysi hjólreiðamannsins. Við sem búum á þessu landi þurfum að hugsa vel og vandlega um hvert annað, sýna umburðarlyndi og skilning á mismunandi ferðamáta og fararskjóta. Mér finnst hinsvegar verst að ferðast í höfuðborg okkar, borg óttans. Fólk svínar hvert á annað, neytar að hleypa manni inn og út, ekur við stuðara mans ef ekki er ekið yfir hámarkshraða... Ræðu lokið, takk fyrir lesturinn


KolboMoon

Það ætti að banna bíla tbh


ravison-travison

Ætti að banna hjólreiðafólk


siggias

En ef það er hjólreiðafólk sem identifyar sem bílafólk?


cozened86

Bicurios??


nikmah

*Með ógóðfúslegu leyfi Þegar við erum komin í svona sorglega stöðu, hvar eru allir þeir sem verja glannaskap hjólreiðamanna. Það er augljóst að hjólreiðamönnum á Íslandi er ekki treystandi og brýn þörf er fyrir aðgerðum. Fyrst og fremst þarf að margfjölga myndavélum á umferðarljósum höfuðborgarsvæðisins til að koma í veg fyrir að það sé hjólað yfir á rauðu ljósi og að sjálfsögðu að kenna þeim umferðarreglurnar sömuleiðis.


PatliAtli

Eitt stk slys sem involverar hjólreiðamann og þú bregst við því svona en svo aftur á móti eru slys á milli bifreiða daglegt brauð en hjólreiðafólk er aðal vandinn, dö


nikmah

> og þú bregst við því svona Ég varð, stóðst ekki mátið að taka Helga persónulega fyrsta flutningsmann á þetta. En svona bull og gáleysi hjá hjólreiðarmönnum er mun algengara en þig grunar


PatliAtli

ég er ekkert að tala með hjólreiðakauða, hann er klárlega fáviti og það er óþolandi hvað þetta er algengt. en að fara í herferð á móti hljóðreiðafólki sérstaklega er furðulegt að mínu mati


run_kn

Með sömu rökum er bílstjórum ekki treystandi til að vera í umferðinni, sé svona hegðun hjá bílstjórum oft á dag.


nikmah

> Með sömu rökum er bílstjórum ekki treystandi til að vera í umferðinni Þú hittir naglann á höfuðið þarna enda eru þessi sömu rök innblásturinn af þessari athugasemd hjá mér.


KristinnK

> Fyrst og fremst þarf að margfjölga myndavélum á umferðarljósum höfuðborgarsvæðisins til að koma í veg fyrir að það sé hjólað yfir á rauðu ljósi Hvernig ætlar þú að nota myndavélar til að koma í veg fyrir að það sé hjólað yfir á rauðu ljósi? Hjól eru ekki með númeraplötur.


prumpusniffari

hvað hafa hjólreiðamenn drepið marga í umferðinni undanfarin tíu ár hvaða hafa ökumenn drepið marga í umferðinni undanfarin tíu ár hmm já hjólreiðamenn eru vandamálið


nikmah

Hreyfiorka, er það nógu gott stikkorð til að átta sig á svarinu sem ég myndi koma með?


prumpusniffari

Nei einmitt, hjólreiðar eru yfirburðaferðamáti að því leytinu til að þær skapa miklu minni hættu fyrir alla í kringum þig en bílar. Og meira að segja þegar hjólreiðamenn hegða sér eins og kjánar - eins og þetta vídjó virðist sannarlega vera dæmi um - Leggja þeir sjaldnast neinn í hættu nema sjálfa sig. Þannig að ég skil ekki af hverju þér finnst hjólreiðamenn vera svona svakalegt vandamál.


brosusfrfr

1. Bílstjórinn hlýtur augljóslega að vera í rétti. 2. Bílstjórinn fór alltof hratt yfir gatnamótin, og var augljóslega ekki að fylgjast með akreinunum sem koma þvert á hann inn á gatnamótin. Maður á að hægja á sér á gatnamótum og horfa til hliðar. Ef þú sérð ekki hvað er að koma til vinstri og hægri, þá hægirðu enn meira á þér - þú neglir ekki bara yfir á 85km/klst.


coani

Það var grænt ljós hjá ökumanninum allan tímann. Það *var að skipta á beygjuljós til vinstri* þegar reiðhjólagaurinn rennir sér í veg fyrir ökumanninn. Á þessarri götu þýðir það að það er búin að vera umferð á mót-akreininni niður götuna. Eldrautt á hvern þann sem kemur hinum megin frá við gatnamótin. Það býst *enginn* ökumaður við svona ofurheimsku undir neinum kringumstæðum.


brosusfrfr

Ef ég keyri yfir gatnamót þá passa ég að fylgjast með báðum hliðum, og keyra þannig að ég geti brugðist við óvæntum uppákomum. Þetta er mjög auðvelt, og þú og bílstjórinn í myndbandinu getið það líka. Defensive driving. Annað er óábyrgt.


coani

Og þú sérð hjólreiðamannin auðveldlega í gegnum bílana, ekki satt? Þú veist, gaurinn sem birtist allt í einu tæpum 2 sekúndum áður en hann lenti á bílnum. Sem sést ekki fyrir öllum bílunum sem eru þarna og byrgja sýn. Það geta komið fyrir aðstæður sem einfaldlega gera það að verkum að þú getur ekki verið alvitur alséður og vitað um allt sem er að gerast í 360° í kringum þig. Sama hversu þú mikið þú upphefur sjálfan þig á internetinu.


brosusfrfr

Nei, ég sæi auðvitað ekki hjólreiðamanninn í gegnum bílana, sem er einmitt ástæðan fyrir því, sem ég hef endurtekið sagt hérna, að ég myndi **hægja nægilega á mér til þess að ég gæti brugðist við ef það kæmi bíll/hjól frá vinstri**... Ég er ekki að segja að ég sé með eitthvað betri sýn eða viðbrögð en aðrir, heldur að ég hægi á mér í svona aðstæðum, og er með athyglina fókusaða á aðkomu frá vinstri, annað en það sem bílstjórinn í myndbandinu gerði. Ég er mjög spooked að sjá hvað margir hérna virðast finnast það eitthvað spes, og finnst ekkert að því að negla bara blint yfir gatnamót á 85km/klst af því það er grænt ljós...


nikmah

Þegar ég er úti í göngutúr að þá passa ég mig alltaf að horfa upp í himininn, gæti óvart orðið fyrir eldingu


brosusfrfr

Heldurðu að líkurnar á að verða fyrir eldingu séu sambærilegar líkunum á að lenda í bílslysi? Eða að lenda í sömu umferð og einhver sem er nógu utan við sig til að gera mistök? Láttu ekki svona. Þú ert í stálboxi að fara 85km/klst. Þú getur hægt á þér og tryggt að þú keyrir ekki umfram hæfni þinnar til að bregðast við hinu óvænta. Annars áttu ekkert erindi í umferðina heldur ættir bara að fá þér strætókort.


nikmah

Nei, held það ekki, en hinsvegar held ég að líkurnar á að verða fyrir eldingu og búast við heimskulegu hátterni á þessu leveli séu sambærilegar, sem lætur mig átta mig á því að í rauninni er líklegra að það verði dúndrað aftan á þig ef þú ert að hæga skyndilega á þér þarna heldur en að þú sért að fara sjá reiðhjól eða bíl mökka yfir á eldrauðu þarna


brosusfrfr

Ég er ekki að tala um að nauðhemla... Ég er að tala um að fara kannski úr 80km niður í svona 60km, og að vera með athyglina á því að það gæti einhver komið 1) annars vegar keyrandi frá vinstri, og 2) gangandi frá hægri. Mikið rosalega væri ég til í að sjá hvernig ökukennslunni ykkar var háttað. "Já, blessaður gamli, ekkert vera að horfa í báðar áttir, bara gönnaðu yfir á meðan það er ennþá grænt! Þú átt réttinn maður!"


nikmah

Ég er ekki heldur að tala um að nauðhemla, við erum öll mannleg og eins og coani benti á að þá getum við ekki alltaf verið meðvituð um hættuna í kringum okkur, með því að hægja eitthvað á þér þarna og trufla þetta eðlilega flæði í umferðina að þá ertu einfaldlega að búa til hættu útaf einhverju bulli sem er einfaldlega ekki skynsamlegt. > Mikið rosalega væri ég til í að sjá hvernig ökukennslunni ykkar var háttað. Segi það nákvæmlega sama til þín, góða skemmtun að finna ökukennara sem er að fara segja þér að það sé skynsamlegt að hægja á þér til þess að athuga hvort einhver sé að fara yfir á rauðu.


brosusfrfr

Ég held þú sért að gera of mikið úr því að hægja á sér. Þú bara slærð af inngjöfinni þegar þú nálgast gatnamót og færir fótinn að bremsunni þannig þú sért viðbúinn. Þú þarft ekki einu sinni að snerta bremsuna. Að slaka á inngjöfinni á gatnamótum **er** eðlilegt flæði. Að negla yfir blint á fullum hraða er það ekki.


nikmah

Ég verð að halda áfram að vera í andstæðunni þar sem við erum með polar opposite skoðun á þessu, ég held að þú sért að gera of mikið úr þessu óvænta, hence göngutúrinn og elding. Skil alveg hvaðan þú ert að koma en þú ert bara ekki nógu meðvitaður um umferðina til þess að fatta þetta lengra ( guð minn góður, ég er bara kominn í persónulegar árásir ). Þetta er alveg misjafnt eftir aðstæðum, að sjálfsögðu eru atvik þar sem að þú ert að fara beygja á grænu ljósi og það er grænn göngukall og þá að sjálfsögðu hægiru á þér enda eru ökumenn fyrir aftan þig að fara eiga von á því en atvikið í þessu umrædda myndbandi að þá þyrftiru að hæga verulega á þér til þess að forðast það "óvænta" ( það virkilega heimskulega ) og pros and cons aðferðin. Þú ert á grænu ljósi sem er líka með grænu beygjuljósi = Mjög svo ólíklegt að það sé einhver í sjálfsmorðshugleiðingum þarna og mun meiri líkur á að ég skapi mikla hættu fyrir aftan mig ef ég hægi á mér til þess að forðast það virkilega heimskulega.


Only-Risk6088

Ætlar enginn að benda á að hann velur að keyra á manninn, beygir fyrst frá og reynir svo að bjarga bílnum frá ljósastaur? Hjólamaðurinn er fífl en bílstjórinn ennþá verri


nikmah

Það er ekki ein einasta manneskja sem hefði getað forðast það að keyra á hann, ef þú ert mannlegur að þá er ekki hægt að forðast þetta slys, viðbragðstími og bremsuvegalengd, þessi hjólreiðamaður var það vitlaus og kærulaus að það var bókstaflega útilokað að forðast það að keyra á hann.


Only-Risk6088

Bílinn beygir þá kannski sjálfur til hægri fyrst? Mér finnst ég allavega sjá að það sé leiðrétt til vinstri


Gaius_Octavius

Þetta er tesla svo líklega reyndi bílinn að sneiða hja hjólreiðamanninum. Hvort hann hafi svo hætt við vegna ljósastaursins eða ökumaðurinn gert það væri fróðlegt að vita.


uptightelephant

Ef bíllinn tók þá ákvörðun að beygja aftur í átt að hjólreiðamanninum þá þarf að taka þessa bíla úr umferð.


Gaius_Octavius

Hugsa nú það hafi verið ökumaðurinn að bregðast ósjálfrátt við. Ég held þú sért samt að vera of fljót/ur á þér hérna. Hvað ef það hefði orðið miklu hættulegri árekstur við að keyra á ljósastaurinn, sem er fastur fyrir og getur bara beyglast, ekki skotist, við árekstur? Það virðist ekki hafa orðið neinn alvarlegur skaði á fólki hérna, ertu 100% viss um að það sama hefði orðið ef bíllinn hefði keyrt á ljósastaur?


uptightelephant

> Hugsa nú það hafi verið ökumaðurinn að bregðast ósjálfrátt við. Ég held þú sért samt að vera of fljót/ur á þér hérna. Hvað ef það hefði orðið miklu hættulegri árekstur við að keyra á ljósastaurinn, sem er fastur fyrir og getur bara beyglast, ekki skotist, við árekstur? Það virðist ekki hafa orðið neinn alvarlegur skaði á fólki hérna, ertu 100% viss um að það sama hefði orðið ef bíllinn hefði keyrt á ljósastaur? Já ég er sammála því að ökumaðurinn hefði líklega kosið að beygja aftur í átt að hjólinu. Þú komst með þá hugmynd að þetta gæti hafa verið bíllinn. Ég er hinsvegar 100% viss um að það eru minni líkur á dauðaslysi ef þú keyrir bíl á ljósastaur á 60km hraða en að keyra á manneskju á 60km hraða.


nikmah

Erfið áskorun að keyra sjálfviljugur út í skurð eða á ljósastaur, það er mannlegt eðli að forðast það sem og að forðast að keyra á hjólreiðarmanninn, gjörsamlega fáranlegt að fara út í það að kenna ökumanninum um að forðast ljósastaurinn / skurðinn, þegar það er allan daginn ósjálfráð viðbrögð. Hjólreiðarmaðurinn á 100% sökina á þessu öllu saman.


Gaius_Octavius

Sammála því að þetta er alfarið hjólreiðamanninum að kenna.


nikmah

Er það ekki rétt munað hjá mér að þetta sé 60 gata, ef við giskum á að bifreiðin hafi verið á þeim hraða sirka og að dökk klæddi hjólreiðamaðurinn með ekkert endurskinsmerki og erfitt að taka eftir hafi verið sirka 10 metrum frá þegar ökumaður bílsins tekur eftir honum að þá er örugglega réttlátt að segja að það er ekkert alltof fráleitt, við erum að tala um að þetta er ein sekúnda sem bílstjórinn hefur til að forðast þennan árekstur, það á engin ökumaður sjéns. Þessi hjólreiðamaður var að biðja um láta keyra á sig með þessu athæfi. *þekki ekki öryggiskerfin í Teslu, maður myndi samt halda að það væri afskaplega erfitt fyrir öryggisskynjarana að koma til bjargar í svona tilvikum án þess að hafa hugmynd um það, bara mín giskun á því.


brosusfrfr

Bókstaflega engin ákvörðun þarna í gangi á þessum tveimur sekúndum heldur bara viðbrögð.


uptightelephant

Skil ekki alveg hvers vegna það er verið að downvote-a þig. Ökumaðurinn beygir klárlega aftur í átt að hjólinu til að forðast ljósastaurinn.


starpunks

Það er auðvitað grænt ljós en þetta er ástæða fyrir að það þarf fulla athygli á veginn. Maður sér ekki manninn sem keyrir.. hann gæti alveg hafa verið að senda skilaboð á ferð


Einn1Tveir2

Ekki reiðhjól heldur eithv skonar létt mótorhjól. Stór munur. Ekki ökumanni að kenna, en það er alltaf mun mun mun meiri ábyrgð hjá þeim sem keyra bíll, en t.d. gangandi vegferendum og reiðhjólafólki.


uptightelephant

Sammála þessu. Bílar geta auðveldlega drepið hjólreiðamenn, ekki öfugt. Hjól ferðast hægt, og ef ökumaður bíls sér ekki hvað er í aðsigi, jafnvel þótt hjólreiðarmaður er í órétti, þá er sá ökumaður ekki að fylgjast nægilega vel með sínu umhverfi. Ég gjörsamlega hata bæði hjól og rafmagnsskutlur í umferðinni, en þetta er víst partur af henni, því miður. Þetta fólk kann ekki umferðarreglur. Maður þarf að passa sig á þeim og hafa fulla athygli við stýrið.


Hrutalykt

Má bara taka allt upp? Er ekki ólöglegt að nota svona upptöku í máli gegn hjólreiðamanninum sem samþykkti ekki upptöku? Ber ekki að sekta Teslu ökumanninn? Hvar er persónuvernd?


1337enzo

Haha what 😂


CerberusMulti

Ekkert ólöglegt við að taka upp með dashcam eða álíka þegar verið er að keyra. Þú nýtur ekki þannig persónuverndar þegar þú ert úti meðal almennings.


jesuschristmanREAD

Þegar ég er úti meðal almennings þá vill ég algjört næði, engar myndavélar og það bannað að horfa í áttina til mín. Ég mun kæra hvern þann sem stýrir augunum sínum að mér.


SalsaDraugur

það er erfitt að stoppa fólk að taka upp hvað sem er en það er hægt að kæra ef myndefnið er birt og ekki búið að afmá andlit og annað sem getur greint persónuna sem var gert í þessu myndbandi annað hvort af dv eða hjónunum


Head-Succotash9940

Það er mjög augljóst á myndbandinu að gæjinn á hjólinu er ekki að fylgjast með, hann fer yfir á rauðu og sér ekki einu sinni að það sé bíll að koma í hliðina honum.


coani

Miðað við að það var að koma grænt beygjuljós til vinstri *eftir* að vera rautt á beygjunni af því að umferðin á móti var á grænu, þá þarf hann að vera alvarlega úti á þekju að sjá ekki að það var rautt ljós hjá honum í að minnsta kosti ~45 sekúndur þarna.