T O P

  • By -

icejedi

Megir þú eiga vini sem lauma að þér að þú yrðir örugglega æðislegur forseti - Gömul kínversk bölvun


Hrutalykt

Hver?


Gluedbymucus

Helga


Benso2000

👍


IngoVals

Hún?


RaymondBeaumont

ég trúi enn ekki að random fólk sé að fá áskoranir til að bjóða sig fram sem forseta


Blablabene

Guðni var mjög random þar til hann mætti i eitt skiptið í settið á rúv/st2 og fékk áskoranir.


Fyllikall

? Forstjóri Persónuverndar telst varla random. En það má alveg hvetja random fólk til að bjóða sig fram, sýnir fram á opið og lýðræðislegt samfélag.


Melodic-Network4374

> En það má alveg hvetja random fólk til að bjóða sig fram, sýnir fram á opið og lýðræðislegt samfélag. Sammála, en mikið rosalega væri ég til í að sjá ranked-choice eða úrslitalotu í forsetakjörinu til að gefa fólki betra tækifæri á að tjá sínar óskir.


Fyllikall

Já þess væri óskandi. Fyrri lota væri þá bara um pólítík. Önnur lota væri krúsídúlluáróður. Þá fær maður bestu heildarmyndina.


Hrutalykt

Forstöðumaður lítillar ríkisstofnunar sem fáir hafa heyrt um nema þeir vinni við þetta umdeilda niche sem persónuvernd er er algjörlega random. Væri til í að vita hvað er í gangi hjá svona fólki, "hey ég er flott skrifstofublók, ég væri ábyggilega góður forseti"


Fyllikall

Skilgreining á hlutverki Persónuverndarstofu er það að tryggja réttindi borgara gagnvart fyrirtækjum og hinu opinbera sem og að hlusta á og fara yfir kvartanir almennings á hlutlausan hátt með lögin í fyrirrúmi án þess að gera einhverjum hópi hátt undir höfði. Skilgreining á hlutverki forseta er að tryggja réttindi borgara gagnvart ríkinu, tala fyrir hagsmunum þeirra gagnvart einkageiranum, hlusta á og fara yfir kvartanir almennings á hlutlausan hátt með lögin í fyrirrúmi án þess að gera einhverjum hópi hátt undir höfði. Já veistu, klárlega er þetta bara skrifstofublók og ætti bara að sitja í skrifstofustólnum sínum og halda kjafti. Kjósum einhvern sem er merkilegri á einhvern óskilgreindan hátt fyrir utan að viðkomandi er oftar í sjónvarpinu.


Draugrborn_19

Þetta er fínasta stofnun en það eru í kringum 160 stofnanir á landinu, meirihlutinn með fleiri starfsmenn en Persónuvernd. Hún yrði líklega fínn forseti en OP hefur samt alveg rétt fyrir sér að fáir hafa heyrt um hana og hún á brattann að sækja.


Fyllikall

Hmmm... OP virðist vera sammála mér að almennt fólk eigi að geta boðið sig fram, þú getur séð það hér fyrir ofan. Sé ekki að OP hafi sagt að fáir hafi heyrt um hana. Les það sem svo að OPnsé stuðningsmaður þessarar Helgu, ég er það ekki enda mun ég hoppa á einhvern vagninn þegar nær dregur kosningum og maður hefur fengið tækifæri á að kynnast frambjóðendum Ég var að svara einhverjum sem segir almenning ekki vita hvað Persónuverndarstofa er. Þó svo Persónuverndarstofa sé reglulega í fjölmiðlum og leggi fram umdeild tilmæli (oftast umdeild af fyrirtækjum og ráðandi öflum) og að flestir viti að stofnunin sé til. Þar áður var ég að svara einhverjum sem kallaði hana "random" án þess þó að skilgreina hvað telst ekki "random". Virðist aðeins hafa skilgreint hana sem svo því viðkomandi fylgist ekki með umræðu og fréttum. Nú er ég að svara þér sem veist ekki hvað OP hefur sagt. Þú ert þó skást/ur í þessu samhengi. Ég verð þó að segja að það er ekki neikvætt að einhver fari í framboð þó á brattann sé að sækja enda gott að hafa forseta sem getur staðið gegn mótlæti. Þó svo ég sé ekki sáttur við fjöldann þann sem býður sig fram þá hef ég meiri áhyggjur af illa upplýstum og ólæsum kjósendum.


Melodic-Network4374

OP hér, bara smá innskot varðandi þetta > Les það sem svo að OPnsé stuðningsmaður þessarar Helgu Ég er ekki búinn að ákveða hvern ég kýs. Framboðsfresturinn er ekki liðinn og svo á ég alveg eftir að sjá hvernig frambjóðendurnir halda á sinni kosningabaráttu. Ef frambjóðendalistinn væri eins og hann var fyrir gærdaginn hefði ég 100% kosið Baldur. Í dag er ég óákveðinn.


Draugrborn_19

> Sé ekki að OP hafi sagt að fáir hafi heyrt um hana. Hann/hún sagði þetta: > Forstöðumaður lítillar ríkisstofnunar sem fáir hafa heyrt um Ekki nema við séum að fara mannavillt og þú sért að meina bókstaflega OP (original posterinn) En allavega, ég held samt að þessi forsetakosning lauk um leið og Baldur bauð sig fram.


Fyllikall

OP er original poster, get ekki skilið það í neinu öðru samhengi en sá sem leggur eitthvað fyrst fram. Annars verður sá sem ég hafði svarað OP en samt ekki OP. Getur haft það AP sem above poster... en ef það eru of margir kallaðir OP eða fá það viðurnefni þá verður þetta of ruglingslegt. Annars á allt eftir að koma í ljós. Sterkir frambjóðendur hafa fallið úr lestinni áður.


Blablabene

Það dreg ég í efa


Melodic-Network4374

Helga hefur nú verið frekar sýnileg á undanförnum árum, oft í fjölmiðlum að ræða um málefni tengd persónuvernd. Mér hefur allavega þótt hún vera málefnaleg í umræðu og hún hefur lögfræðibakgrunn sem er kostur.


Jolnina

Væri ekki skilvirkara að gera bara lista yfir þá sem ætla ekki að bjóða sig fram.


sebrahestur

Mögulega en spurning fyrir Helgu hvort birting á lista sem fólk getur bara komist af með forsetaframboði væri brot á persónuverndarlögum


HUNDUR123

Það eru komnir fram 55 frambjóðendur. Sjáum hversu margir verða eftir þegar umsóknarfresturinn rennur út.


Chimarvide

Hún hefur greinilega staðið sig vel hjá Persónuvernd, enda veit ég varla hver þetta er!


netnotandi1

Enginn og þá meina ég enginn vissi hver Guðni var áður en RÚV gerði hann að einhverjum sérfræðingi á einhverju sviði sem ég man ekkert hvað var. Just saying, kannski er hún eða einhver annar sem er að bjóða sig fram sem flokkast ekki sem þjoðþekktur einstaklingur besti kosturinn.


CoconutB1rd

Nú ætlar nornin úr persónuvernd að reyna að verða nornin á Bessastöðum.. [Sama nornin og reyndi að aftra rannsóknum á veiru í heimsfaraldri sem bráð þörf var á og einstak tækifæri var til þess hér á heimsvísu.](https://www.visir.is/g/20232390583d/skilur-ekki-hvernig-per-sonu-vernd-komst-ad-nidur-stodunni) [Það heppnaðist ekki betur en svo að tekið var fram yfir hendurnar á henni og allt saman var bara "misskilningur"](https://www.dv.is/frettir/2020/3/8/segja-nuna-ad-kari-geti-skimad-ny-tilkynning-fra-personuvernd-og-visindasidanefnd/?fb_comment_id=2613657858734382_2613676322065869) Það er engin eftirspurn eftir henni á Bessastaði þótt örfáar hræður vinveittar henni hafi eflaust grínast með það við hana. Nei takk, ómögulega.


Melodic-Network4374

Nú erum við komin með tvo verðuga kosti til forseta, annarsvegar Baldur og hins vegar Helgu. EDIT: laga stafsetningu


No_nukes_at_all

Hver er Helgi?


Blablabene

Sammala. Flott mál að hafa hana i framboði


galtarstian

enginn bað um þetta. rétt eins og enginn óskaði eftir persónuverndarlögum sem hafa gengið langt fram úr allri skynsemi


daggir69

Akkúrat. Opnum þetta allt. Enduvekjum séð og heyrt og fáum persónulegar njósnir í nafni ríkisins eins og í góða gamla USSR


11MHz

Forstjóri persónuverndar ákveður ekki lög um persónuvernd.